ÍBV og Valur mætast
Eyja 3L2A7580
Sveinn José Rivera kominn í gegn. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Lokaleikur 12. umferðar Olísdeildar karla fer fram í Eyjum í dag, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar, en Eyjaliðið í sjötta sæti með 11 stig.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að í dag, 30. nóvember hefði Kolbeinn Aron Ingibjargarson eða Kolli eins og hann var ávallt kallaður orðið 35 ára gamall. Kolli var öflugur markvörður og litríkur karakter sem átti stóran þátt í vexti og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum. Hann lék 279 leiki með ÍBV allt þar til hann kvaddi okkur alltof snemma í desember 2018.

Í tilefni afmælisins ákvað fjölskylda Kolla að láta útbúa sérstakan afmælisbjór sem þau gáfu handknattleiksdeild og óskuðu eftir að hann yrði seldur í upphitun fyrir leik ÍBV og Vals í Olísdeild karla á morgun, laugardag.

Upphitun hefst í gamla salnum kl.15.00 þar sem Kollabjórinn verður til sölu ásamt pizzu frá Pizza 67. Þar ætlum við að eiga saman góða stund, ylja okkur við minningar um góðan dreng og hita upp fyrir leikinn. Mætum í hvítu og hlökkum til að sjá sem allra flesta, segir í tilkynningunni en leikurinn hefst klukkan 16.00.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.