Gular viðvaranir í gildi
2. desember, 2024
Gul Vidv 021224
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.

Viðvörun frá Herjólfi

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum sem ætla sér að ferðast með ferjunni seinni partinn í dag, mánudag 2. desember og sömuleiðis fyrri part þriðjudags 3.desember, bent á að spá gefi til kynna hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir eru enn á áætlun en nánari upplýsingar verða gefnar út um kl 12:00 í dag, mánudag. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með miðlum Herjólfs og ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða él, en rigning eða slydda fram eftir degi austanlands. Hiti kringum frostmark. Þurrt að kalla á Norðurlandi og frost 0 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Sunnan 3-10 og stöku él suðvestan- og vestanlands, annars bjart með köflum. Frost 0 til 10 stig. Vaxandi norðaustanátt síðdegis og slydda eða rigning suðaustantil um kvöldið.

Á fimmtudag:
Norðanátt með slyddu eða rigningu, einkum norðaustan- og austanlands, en snjókomu og vægu frosti um landið norðvestanvert.

Á föstudag:
Norðanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið á Suðurlandi. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Norðanátt og él norðaustantil, annars þurrt. Kalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir bjart og kalt veður á landinu.
Spá gerð: 01.12.2024 20:47. Gildir til: 08.12.2024 12:00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst