Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum sem ætla sér að ferðast með ferjunni seinni partinn í dag, mánudag 2. desember og sömuleiðis fyrri part þriðjudags 3.desember, bent á að spá gefi til kynna hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir eru enn á áætlun en nánari upplýsingar verða gefnar út um kl 12:00 í dag, mánudag. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með miðlum Herjólfs og ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða él, en rigning eða slydda fram eftir degi austanlands. Hiti kringum frostmark. Þurrt að kalla á Norðurlandi og frost 0 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Sunnan 3-10 og stöku él suðvestan- og vestanlands, annars bjart með köflum. Frost 0 til 10 stig. Vaxandi norðaustanátt síðdegis og slydda eða rigning suðaustantil um kvöldið.
Á fimmtudag:
Norðanátt með slyddu eða rigningu, einkum norðaustan- og austanlands, en snjókomu og vægu frosti um landið norðvestanvert.
Á föstudag:
Norðanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið á Suðurlandi. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Norðanátt og él norðaustantil, annars þurrt. Kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir bjart og kalt veður á landinu.
Spá gerð: 01.12.2024 20:47. Gildir til: 08.12.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst