„Þá eru lokatölur komnar og fyrir liggur hverjir verða þingmenn þjóðarinnar. Baráttan var snörp og stutt, við frambjóðendur í Suðurkjördæmi lögðum okkur fram af alefli. Það voru sönn forréttindi að fá að leiða okkar frábæra fólk sem valdist á listann,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmis í Fésbókarfærslu í gær. Þar fer hann yfir sviðið og þakkar fólki stuðninginn.
„Við Heiðbrá Ólafsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Kristófer Máni Sigursveinsson og G Svana Sigurjónsdóttir urðum samhentur hópur sem á skömmum tíma hittum mjög margt fólk, vinnandi fólk, atvinnurekendur og eldri borgara. Duglegi bóndinn okkar, Heiðbrá Ólafsdóttir var seinni part nætur hársbreidd frá því að ná kjöri og jöfnunarhringekjan var stundum henni í vil.
Hún á mikið erindi á þing og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þingflokkur Miðflokksins hefur stækkað fjórfalt, úr tveimur í átta og málefni okkar greinilega fólki hugleikin. Sumir aðrir flokkar náðu að beina athygli margra kjósenda í aðrar áttir.
Við getum sannarlega vel við unað, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að okkar málefni úreldast ekki. Tíminn vinnur með okkur. Ég vil frá dýpstu hjartarótum auðmjúklega þakka öllu því fólki sem hefur lagt mér lið í baráttunni í kjördæminu og reyndar miklu víðar. Án ykkar hefði þetta ekki tekist.
Ég er þakklátur fyrir þá væntumþykju og hlýju sem ég fundið í minn garð og hvatningu alls staðar að. Ég mun leggja mig fram og ég mun halda áfram að vera í góðu sambandi við mína kjósendur og reyndar alla sem mig vilja hitta eða ræða við,“ segir Karl Gauti.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.