Í dag eru 65 ár síðan Herjólfur I kom fyrst til Vestmannaeyja. Það var nánar tiltekið klukkan 14.00 þann 12. desember 1959 sem fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Eyjum.
Fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ferjan sigli auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins í desember árið 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1976. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkisins og höfðu Vestmannaeyingar lítið að segja um hvernig úgerð þess var háttað.
Herjólfur númer tvö, sem var farþega- og bílaferja kom í júlí 1976 og reglulegar siglingar hófust til Þorlákshafnar. Fyrst sex daga í viku, seinna sjö og fjölgaði loks upp í 14 ferðir á viku. Á 16 árum flutti Herjólfur nr. 2. 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki. Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.
Herjólfur nr. 3 kom í júní 1992 og sigldi til Þorlákshafnar eins og forverinn en hóf siglingar í Landeyjahöfn í júlí 2010. Það gekk misjafnlega en strax var ljóst að Landeyjahöfn var mikil samgöngubót, á meðan hún virkaði. Á þeim tíma sem Herjólfur hf. átti skipið, þ.e. á tímabilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá.
Sumarið 2019 kom svo Herjólfur númer 4 og er hann séstaklega hannaður til siglinga í Landeyjahöfn. Hann hefur reynst vel og er þegar orðin mikil samgöngubót. Ferjan siglir 7 ferðir á dag í Landeyjahöfn eða tvær í Þorlákshöfn þegar veður gerast stríð.
Efnið hér að ofan er fengið af Heimaslóð og af vef Safnahúss Vestmannaeyja.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.