Farþegum fækkaði en farartækjum fjölgaði
bidrod_bbilar_herj_2022
Flutningur á farartækjum jókst um 8%. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Farþegafjöldi Herjólfs dróst saman um 0,6% milli áranna 2023 og 2024. Á síðastliðnu ári voru farþegar 428.390 en árið áður voru þeir 431.008 og nemur fækkunin 0,6%.  Flutningur á farartækjum jókst hins vegar um 8%. Herjólfur flutti 120.587 árið 2024 en 111.656 farartæki árið 2023. Þetta kemur fram í svari Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. til Eyjafrétta.

Ennfremur segir í svarinu að þegar horft sé til einstakra mánaða á síðasta ári sker júlímánuður sig úr í samanburði milli ára, en farþegum fækkaði um ríflega 14 þúsund eða um 19%. Sú staðreynd er athyglisverð ekki síst í því ljósi að allan júlí mánuð og fram í ágúst sigldi Herjólfur átta ferðir á dag. Skýringuna á fækkun farþega má að öllum líkindum rekja til leiðinda tíðar sem dró úr ferðamönnum að koma til Eyja.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.