Farþegafjöldi Herjólfs dróst saman um 0,6% milli áranna 2023 og 2024. Á síðastliðnu ári voru farþegar 428.390 en árið áður voru þeir 431.008 og nemur fækkunin 0,6%. Flutningur á farartækjum jókst hins vegar um 8%. Herjólfur flutti 120.587 árið 2024 en 111.656 farartæki árið 2023. Þetta kemur fram í svari Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. til Eyjafrétta.
Ennfremur segir í svarinu að þegar horft sé til einstakra mánaða á síðasta ári sker júlímánuður sig úr í samanburði milli ára, en farþegum fækkaði um ríflega 14 þúsund eða um 19%. Sú staðreynd er athyglisverð ekki síst í því ljósi að allan júlí mánuð og fram í ágúst sigldi Herjólfur átta ferðir á dag. Skýringuna á fækkun farþega má að öllum líkindum rekja til leiðinda tíðar sem dró úr ferðamönnum að koma til Eyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst