Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári
lodna_mid_op
Á loðnumiðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar  og íslenskra dótturfélaga drógust saman um 20% á milli áranna 2024 og 2023.  Heildarfjárhæð greiddra launa nam tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023.  Mismunur launagreiðslna er því 1,3 milljarðar króna.  Stærsta, og í raun eina, skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024.  Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Þar segir jafnframt að ef litið sé til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna.

Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%.  Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitafélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum.  Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþega um 11,6 milljarðar króna.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Íslandi í milljónum króna. Neðsta línan sýnir yfirlit um tekjutap starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga af loðnuveiðum ef rekstur þeirra er með svipuðum hætti og Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga.

Yfirlit Vsv Greidslur

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.