Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Ýr Adólfsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna.
Nafn: Aþena Ýr Adólfsdóttir
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Sara Björg Ágústsdóttir og Adólf Sigurjónsson og litla systir mín heitir Kamilla Ýr.
Fermingardagur: 12.apríl
Hver eru þín helstu áhugamál? Handbolti
Hvernig hefur undirbúningur fyrir ferminguna gengið? Bara vel.
Af hverju ákvaðst þú að fermast? Af því ég trúi á Guð.
Ertu spennt eða stressuð fyrir deginum? Ég er bæði spennt og stressuð.
Hvernig verður dagurinn hjá þér? Ég fermist í Landakirkju kl.11 og svo verður veislan mín á GOTT.
Ertu búin að velja fermingarfötin þín? Já ég er komin með kjól og skó.
Er eitthvað sérstakt á óskalistanum hjá þér í fermingargjöf? Skrifborð og spegill frá mömmu og pabba, hárblásari, bleikur Iphone 16 og peningur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.