Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Ýr Adólfsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna.
Nafn: Aþena Ýr Adólfsdóttir
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Sara Björg Ágústsdóttir og Adólf Sigurjónsson og litla systir mín heitir Kamilla Ýr.
Fermingardagur: 12.apríl
Hver eru þín helstu áhugamál? Handbolti
Hvernig hefur undirbúningur fyrir ferminguna gengið? Bara vel.
Af hverju ákvaðst þú að fermast? Af því ég trúi á Guð.
Ertu spennt eða stressuð fyrir deginum? Ég er bæði spennt og stressuð.
Hvernig verður dagurinn hjá þér? Ég fermist í Landakirkju kl.11 og svo verður veislan mín á GOTT.
Ertu búin að velja fermingarfötin þín? Já ég er komin með kjól og skó.
Er eitthvað sérstakt á óskalistanum hjá þér í fermingargjöf? Skrifborð og spegill frá mömmu og pabba, hárblásari, bleikur Iphone 16 og peningur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst