Stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft
27. mars, 2025
DSC_6428_eis_cr
Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Á þriðjudaginn kynntu Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjald.

Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum, m.a. stjórnarandstöðu þingsins. Einar Sigurðsson er stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um að ef frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið, hvað það þýði fyrir byggðarlag eins og Vestmannaeyjar að það eigi eftir að skoða það betur.

„Mér sýnist hækkunin bitna verr á Vestmannaeyjum vegna útfærslunnar. Ég myndi halda að það væri ekki undir einum milljarði og ef vel veiðist t.d. í góðri loðnuvertíð talsvert hærri tala.”

Dragi talsvert úr fjárfestingu og auki útflutning á óunnum fiski

Hvað er það helst sem er gagnrýnivert að þínu mati í frumvarpinu?

Í fyrsta lagi er það útfærslan sem er furðuleg. Að taka tölur í öðrum löndum og færa á Ísland. Við erum með kerfi hér þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi . Það hefur verið okkar gæfa, og skilað sér í að mikið af fiski er unnið hér meðan mun stærri hluti er fluttur úr landi óunnin t.d. í Noregi. Þar er fiskvinnslan illa stödd og mun minna fjárfest þar í vinnslum. Ef vinnslan á að borga sig og fyrirtækin fjárfesta í þeim gefur það auga leið að þær fjárfestingar verða skila góðri afkomu.

Það eru engin möt gerð á því hvaða áhrif þetta hefur. Stærstur hluti hækkunarinnar er greiddur af fyrirtækjum út á landi og það mun hafa áhrif og veikja m.a. fiskvinnsluna. Draga úr fjárfestingum og hugsanlega fer meira óunnið úr landi, það minnkar bæði skattspor, og útsvar sveitafélaga.

Spurður um hvaða breytingar hann telji að frumvarpið muni hafa á rekstur útgerðarinnar í heild sinni segir Einar að til lengri tíma dragi það talsvert úr fjárfestingu og auki útflutning á óunnum fiski. Þetta mun hugsanlega flýta fyrir samþjöppun, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem reka minni fiskvinnslur í minni sveitarfélögum.

Erum að keppa við ríkisstyrktan sjávarútveg

Hvað telur þú að séu næstu skref sem stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja þurfi að taka í ljósi breytinga sem frumvarpið kann að innleiða?

Hugsa mjög hvernig uppbygging landvinnslu verði háttað í framtíðinni. Þar er stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft í samkeppninni.

Spurður um hvernig útgerðin geti tryggt að hún verði áfram samkeppnishæf í framtíðinni í ljósi nýrra laga og breytinga í atvinnugreininni segir Einar það ljóst að gangi þetta eftir mun samkeppnisstaðan veikjast. „VIð erum að keppa við ríkisstyrktan sjávarútveg í Evrópu og greinin veikist. Það er enginn vafi á því.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst