Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar.
Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 og eru áætluð fundarlok kl. 17:30. Fundurinn verður tekinn upp og verður upptaka birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst