Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem tileinkað er byggingamarkaðnum. Þar er fjallað um hækkandi íbúðaverð í Eyjum þar sem ný met hafa verið slegin.
Það sem mér finnst einnig áhugavert í blaðinu er að þar er fjallað um aukna eftirspurn eftir íbúðum í Áshamri og Foldahrauni, en þar er nú byrjað að auglýsa eftir íbúðum þar sem eftirspurnin er meiri en framboðið. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart miða við fréttir vikunnar en HMS hélt fund í vikunni. 27% eigna undir 60 milljónum seljast nú á yfirverði!
Þar kom fram að frá okt-des hafi 27% eigna undir 60 milljónir selst á yfirverði og teikn væru á lofti um að eftirspurnin væri að aukast. Í desember birti HMS:
„Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga hefur framboð ódýrustu íbúðanna (verðlagðar undir 60 milljónum í dag) á höfuðborgarsvæðinu minnkað frá miðju ári 2020 um helming.”
Í febrúar birtu þeir svo skýrslu. „Útlit fyrir verulega fjölgun í hópi fyrstu kaupanda.” En þetta er einmitt sá hópur þar sem mesta eftirspurnin er eftir ódýrum íbúðum. Það er því ljóst að eftirspurn eftir ódýrari eignum er að aukast á sama tíma og framboðið er að minnka.
Í ljósi sögunnar er líka áhugavert að skoða væntingarvísitölu Gallup. Neytendur bjartsýnir fimmta mánuðinn í röð. En hún hefur nú brotið 100 stiga múrinn 5. mánuðinn í röð en stórkaup landsmanna m.a fasteignakaup hafa oftar en ekki aukist með aukinni bjartsýni.
Hvort það er svo tilviljun eða ekki. Sýnist mér að í öll skiptin sem 100 stiga múrinn í væntingarvísitölunni hefur verið brotinn 3. mánuði í röð eða lengur a.m.k. sl 24 ár hefur fasteignaverð í kjölfarið hækkað verulega. Þetta gerðist síðast 2021 svo 2015, eftir mini bankakreppu 2006 og 2002 við endurskipulagningu á sölu ríkisbankanna og aðraganda 100% lána.
Hvort að sagan endurtaki sig núna er erfitt að segja, en það er a.m.k. erfitt að ætla að veðja á móti því. Það er gott að búa í Vestmannaeyjum. Hvort ánægja og væntingar í Vestmannaeyjum séu yfir meðaltali er ágætt að skoða síðustu könnun Gallup.
Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á.
Jóhann Halldórsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst