Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða framkvæmd sem er hluti af stærri endurbótum á íþróttamiðstöðinni.
Áformað er að nýja heilsuræktin verði reist í beinu samhengi við sundlaugina, og felur verkefnið meðal annars í sér hönnun og byggingu nýrrar stöðvar ásamt uppsetningu tækja og búnaðar. Nýji aðilinn verður einnig að vera tilbúin að sinna rekstri núverandi aðstöðu þangað til heilsuræktarstöðin verður klár.
Umsækjendur sem vilja fá frekari upplýsingar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Frestur til að skila inn tilboðum rennur út klukkan 12:00, mánudaginn 7. apríl 2025.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst