Þjóðhátíðarnefnd hefur tilkynnt að þjóðhátíðarlagið í ár verði samið og flutt af Stuðlabandinu. Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan.
Bandið er skipa þeir: Baldur Kristjánsson – bassi, Birgir Þórisson – hljómborð, Bjarni Rúnarsson – slagverk, Fannar Freyr Magnússon – gítar, Magnús Kjartan Eyjólfsson – söngur og gítar, Marinó Geir Lilliendahl – trommur og Stefán Ármann Þórðarson – kassagítar.
Þjóðhátíð verður sett eftir 118 daga og er miðasala hafin nú þegar á dalurinn.is. Nýverið voru kynntir til leiks á komandi hátíð Aron Can, VÆB, Patrik og Herra Hnetusmjör. Hér að neðan má sjá Stuðlabandið á Brekkusviðinu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2022.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst