Þjóðhátíðarlagið í höndum Stuðlabandsins
Stuðlabandið á Brekkusviðinu í Herjólfsdal.

Þjóðhátíðarnefnd hefur tilkynnt að þjóðhátíðarlagið í ár verði samið og flutt af Stuðlabandinu. Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan.

Bandið er skipa þeir: Baldur Kristjánsson – bassi, Birgir Þórisson – hljómborð, Bjarni Rúnarsson – slagverk, Fannar Freyr Magnússon – gítar, Magnús Kjartan Eyjólfsson – söngur og gítar, Marinó Geir Lilliendahl – trommur og Stefán Ármann Þórðarson – kassagítar.

Þjóðhátíð verður sett eftir 118 daga og er miðasala hafin nú þegar á dalurinn.is. Nýverið voru kynntir til leiks á komandi hátíð Aron Can, VÆB, Patrik og Herra Hnetusmjör. Hér að neðan má sjá Stuðlabandið á Brekkusviðinu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2022.

Play Video

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.