Rýnt í ársreikning bæjarins
12. apríl, 2025
default
Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 í framsögu á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en þá fór fram seinni umræða um ársreikninginn. Auk þess fór bæjarstjóri yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem við átti.

„Íþyngjandi stóraukin skattheimta á sjávarútvegsbyggðir”

Í bókun bæjarfulltrúa D lista segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreki bókun sína við fyrri umræðu og telja mikilvægt að hagræða eins og frekast er unnt í rekstri og að hemja vaxandi útgjöld sveitarfélagsins til að geta mætt fjárfrekum fjárfestingum og dýru viðhaldi sem ljóst er að sveitarfélagið mun þurfa að ráðast í á næstu árum.

Íþyngjandi stóraukin skattheimta á sjávarútvegsbyggðir mun setja þungar byrðar á Vestmannaeyjar sem standa undir stórum hluta veiðigjalda landsins og skapar öllu íslensku samfélagi mikilvægar tekjur. Ljóst er að þær verða í minna mæli eftir þar sem þær eru skapaðar verði núverandi ríkisstjórn að ósk sinni. Sá gjörningur er framkvæmdur á sama tíma og ríkið keppist við að setja sveitarfélögum lagalega bindandi kvaðir um aukna kostnaðarsama þjónustu, á borð við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, jafnlaunavottanir og persónuverndarlöggjöf án þess að fjármagn til að standa undir slíkum breytingum fylgi.

Slíkar ákvarðanir hafa og munu áfram setja mark sitt á rekstur sveitarfélaga og er mikilvægt að hafa m.a. fyrirsjáanlegt tekjutap í sjávarútvegi vegna aukinna veiðigjalda í huga við áætlanagerðir framtíðarinnar. Að sama skapi setja nýir kjarasamningar og mikil óvissa á alheimsmörkuðum stór spurningamerki við framtíðarhorfur í rekstrarumhverfi sveitarfélaga. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sé vel í stakk búið til að takast á við mögulegar áskoranir sem því fylgja, segir í bókun minnihlutans.

„Framtíð Vestmannaeyja getur verið björt þrátt fyrir miklar áskoranir”

Í bókun bæjarfulltrúa E og H lista segir að afkoman á árinu 2024 sé góð – niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta) er jákvæð um 597 m.kr. sem er um 346 m.kr. umfram áætlun. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 14,3 %.

Rekstrarafkoma A- hluta er jákvæð um 282 m.kr og um 426 m.kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði og er veltufé frá rekstri 13,4 % af A-hluta. Ársreikningurinn sýnir greinilega fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins, sem er í sterkri stöðu til að standa undir framtíðaruppbyggingu.

Fjárfestingar bæjarins hafa aukist á árinu og eru þær sem fyrr fjármagnaðar af eigin fé. Ljóst er að framtíð Vestmannaeyja getur verið björt þrátt fyrir miklar áskoranir sem geta verið frá náttúrunnar hendi eða út frá pólitískum áhrifum, segir í bókun meirihlutans.

Niðurstöðutölur

Ársreikningurinnn var samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Niðurstöðutölur úr endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2024:

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði ((jákvæ) kr. 173.046.000
Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 282.155.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 15.433.051.000
Eigið fé kr. 8.831.989.000

Samstæða Vestmannaeyjabæjar

Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 510.233.000
Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 597.207.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 18.545.200.000
Eigið fé kr. 12.108.501.000

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 75.887.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 111.142.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.732.375.000
Eigið fé kr. 2.534.863.000

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 3.235.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 902.398.000
Eigið fé (neikvætt) kr. -50.568.000

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 128.140.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 108.437.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 829.176.000
Eigið fé kr. 586.329.000

e) Ársreikningur Vatnsveitu 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 449.297.000
Eigið fé kr. 0

f) Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 94.294.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 98.299.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 577.518.000
Eigið fé kr. 366.653.000

g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 10.606.000*
Rekstrarafkoma ársins kr. 10.606.000*
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 28.502.000
Eigið fé kr. 27.440.000

h) Ársreikningur Eyglóar eignarhaldsfélags ehf. 2024:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 15.735.000
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -13.432.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 756.452.000
Eigið fé (neikvæð) kr. -37.704.000

 

*Uppfært 14.4. Í upphaflegum tölum var sagt að niðurstaðan hafi verið neikvæð. Svo er ekki og hafa tölurnar verið uppfærðar.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst