Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt.
Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í samtali við Eyjafréttir að fyrirtækið hafi einnig séð um hönnun og uppsetningar á rafkerfum, allt frá vinnslulínum upp í stærri verksmiðjur. „Má þar nefna slógnýtingu Haustaks hjá Þorbirni og Vísi í Grindavík, Lifur hf. sem Rafmúli ehf. sá um niðurrif á í Danmörku og í áframhaldi uppsetningu á Íslandi.”
Þá bendir hann á að einnig hafi Rafmúli tekið þátt í hönnun og uppsetningu rafkerfa í lýsis og þurrefniskerfa sem í framhaldi voru flutt til Boston, New Hampshere og Adak Alaska.
„Rafmúli hefur einnig séð um háspennukerfi Síldarvinnslunnar í Helguvík og háspennuvirki Vinnslustöðvar Vestmannaeyja frá árinu 2002.
Í daglegum rekstri í dag tökum við aðallega að okkur sérverkefni fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Þetta eru einungis dæmi um það sem við höfum tekið að okkur dagsdaglega í gegnum árin. Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum,” segir hann að endingu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.