Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt.
Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í samtali við Eyjafréttir að fyrirtækið hafi einnig séð um hönnun og uppsetningar á rafkerfum, allt frá vinnslulínum upp í stærri verksmiðjur. „Má þar nefna slógnýtingu Haustaks hjá Þorbirni og Vísi í Grindavík, Lifur hf. sem Rafmúli ehf. sá um niðurrif á í Danmörku og í áframhaldi uppsetningu á Íslandi.”
Þá bendir hann á að einnig hafi Rafmúli tekið þátt í hönnun og uppsetningu rafkerfa í lýsis og þurrefniskerfa sem í framhaldi voru flutt til Boston, New Hampshere og Adak Alaska.
„Rafmúli hefur einnig séð um háspennukerfi Síldarvinnslunnar í Helguvík og háspennuvirki Vinnslustöðvar Vestmannaeyja frá árinu 2002.
Í daglegum rekstri í dag tökum við aðallega að okkur sérverkefni fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Þetta eru einungis dæmi um það sem við höfum tekið að okkur dagsdaglega í gegnum árin. Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum,” segir hann að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst