Fótboltinn er nú allur að komast á fullt. Þó nokkuð er síðan að Besta deild karla hófst og er Lengjudeild kvenna að hefjast um helgina. Betur er fjallað um meistaraflokka ÍBV í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem nú er dreift til áskrifenda.
Undanfarnar vikur hafa yngri flokkar einnig verið að leika æfingaleiki bæði hér heima í Eyjum sem og upp á fastalandinu. Myndin hér að ofan er einmitt tekin eftir einn slíkan leik sem spilaður var á dögunum í Herjólfshöllinni. Er þarna á ferð annað tveggja liða 5. flokks ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst