Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar fundaði í dag með heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Megin áherslur fundarins með ráðherra var staða sjúkraflutninga en bæjarstjórn sendi frá sér ályktun um alvarlega stöðu sjúkraflugs nú á dögunum. Einnig voru rædd takmörkuð framlög vegna öldrunarmála en rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðasamari á sama tíma og aðkoma ríkisins, sem ber ábyrgð á fjármögnun, hefur staðið í stað. Kostnaðaraukinn lendir því í auknum mæli á sveitarfélaginu
Fulltrúar í bæjarráði funduðu einnig með þingmönnum Suðurkjördæmis um þessi sömu málefni.