Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stærsta tónlistar- og menningarhátíð landsins er framundan. Hún verður sett í Herjólfsdal klukkan 14:30 á föstudaginn að undangengnu “Húkkaraballi” á fimmtudagskvöldið og svo verður hátíð í dalnum framundir mánudagsmorgun.
Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segire að mörg stærstu nöfn íslenskra tónlistar í dag séu meðal þeirra sem koma fram og þá er ekki allt upp talið því brennan á Fjósakletti, flugeldasýningin, Brekkusöngurinn og miðnætur blysin á sunnudagskvöld verða á sínum stað og sínum tíma ásamt vandaðri fjölskyldu dagskrá yfir miðjan daginn. Undirbúningur hátíðarinnar teygir sig yfir marga mánuði og snertir nær alla í samfélaginu í Vestmanneyjum sem saman leggja á sig gríðarlega vinnu til að skapa einstaka upplifun fyrir gesti og gangandi og um leið er hátíðin fjáröflun og grunnur að metnaðarfullu íþróttastarfi ÍBV. ( meira: https://www.dalurinn.is/dagskra )
Ein og hálf öld af hefðum
Í ár eru 151 ár síðan Eyjamenn komu fyrst saman í Herjólfsdal til þess að halda Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er einstakt fyirbæri. Fyrst var haldin hátíð í Herjólfsdal árið 1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar, en þá fengu Íslendingar jafnframt afhenta sína fyrstu stjórnarskrá úr hendi Danakonungs. Um allt land voru haldnar þjóðhátíðir, en það voru einungis Eyjamenn sem héldu fast í hefðinaog héldu áfram hátíðarhöldum í Herjólfsdal næstu árin. Þannig varð grunnurinn til að þeirri hátíð sem við þekkjum svo vel í dag – Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. (meira um sögu Þjóðhátíðar https://www.dalurinn.is/sagan)
Mikil menningar- og samfélags þýðing
Á landsvísu hefur Þjóðhátíð skipað sér sess sem ómissandi þáttur í íslenskri dægurmenningu – þar sem ný þjóðhátíðarlög fæðast, þúsundir sameinast og syngja saman. Fyrir Vestmannaeyinga hefur Þjóðhátíð djúpa menningarlega og samfélagslega þýðingu. Hún er ekki aðeins stór hluti af sjálfsmynd bæjarbúa, heldur sameinar hún heimafólk og brottflutta, styrkir tengsl og kynnir nýjar kynslóðir fyrir ríkri hefð sem hefur verið mótuð í yfir hundrað ár.
Verðlaunuð fyrir framlag til tónlistar
Þann 1. desember 2023 var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum heiðruð með verðlaununum sem bera nafnið „Glugginn“ á Degi íslenskrar tónlistar. Það var Samtónn samtök tónlistarrétthafa sem veitu verðlaunin sem hvatningu og viðurkenningu til viðburða eða aðila sem stuðla að metnaðarfullri dagskrá og nýsköpun í íslenskri tónlist. Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk verðlaunin fyrir metnaðarfulla tónlistardagskrá og fyrir það að standa fyrir því að ár hvert sem samið og tekið upp sérstakt „þjóðhátíðarlag“ sem sem hluti af hátíðinni.
Þjóðhátíðarlagið í ár “Við eldanna”
Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Stuðlabandið hefur verið hluti af Þjóðhátíð síðan 2016 og þegar samstarfið var tilkynnt sagði Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar að samstarfið við þá í þessu ár hafi verið farsælt og þakklátt og bætti við að hluti af því þakklæti lægi í því trausti sem þeim væri sýnt með því að treysta þeim fyrir laginu í ár.
Ekki bara eitt Þjóðhátíðar, heldur sjö
Stuðlabandið lét ekki duga að semja og taka upp Þjóðhátíðarlagið í ár heldur hljóðrituðu þeir einnig nokkur af uppáhalds Þjóðhátíðarlögunum sínum og núna í vikunni kemur út plata með lögunum á Spotify en myndbönd af bandinu flytja lögin eru nú þegar kominn inn á Youtube rás Stuðlabandins. Stuðlabandið ber svo veg og vanda að
Níutíu og tveggjá ára saga Þjóðhátíðarlaga
Allt frá því fyrsta þjóðhátíðarlagið varð formlega til 1933 hefur þjóðhátíðarlag verið fastur og ómissandi liður í Þjóðhátíð Vestmannaeyja hvert ár. Oddgeir Kristjánsson samdi þjóðhátíðarlögin óslitið allt til þess er hann féll frá langt um aldur fram 1966, en allan tímann höfðu þeir samið flesta textana Árni úr Eyjum og Ási í Bæ auk Lofts Guðmundssonar. Eftir fráfall Oddgeirs voru gömul lög eftir hann gerð að þjóðhátíðarlögum en allt frá 1969 hafa nýjir lagasmiðir og textahöfundar komið við sögu.
( meira https://www.dalurinn.is/thjodhatidarlogin )
Átak undir heitinu „Er allt í lagi?“
Árið 2025, mun þjóðhátíðarnefnd hefja átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Auðvelt er að spyrja „Er allt í lagi?“ og flestum þykir í lagi að vera spurðir. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Merki átaksins verður áberandi og varningur merktur átakinu til sölu á hátíðarsvæðinu. Eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að skarta fyrirliðaböndum til merkis um ábyrgð okkar allra að berjast gegn ofbeldi. Skemmtikraftar, gæsluaðilar og aðrir starfsmenn hátíðarinnar munu skarta böndunum. ( meira https://www.dalurinn.is/gegn-ofbeldi )
Fordæma ofbeldi
Þjóðhátíðarnefnd leggur mikla áherslu á að hátíðargestir skemmti sér vel og fallega þannig að allir gestir fari til síns heima sáttir og sælir að hátíð lokinni. Ítrekað er að þeir sem að þjóðhátíð koma fordæma allt ofbeldi, munu ávallt gæta að hagsmunum þolanda og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi hátíðargesta. Í ár verða engar glerflöskur leyfðar í dalnum og sérstök vopnaleit er við innganginn á hátíðina í ár til að tryggja sannan hátíðarbrag.
Hér eru nokkrir punktar um viðbúnað og öryggismál hátíðarinnar.
• Sjúkraskýli, þar sem læknisþjónusta er veitt, stendur 233 metra frá Brekkusviðinu.
• Í Herjólfsdal eru 35 eftirlitsmyndavélar sem vakta svæðið 24 tíma á sólarhring og geyma upptökur.
• Á vegum þjóðhátíðarnefndar eru um 100 gæslumenn að störfum þegar álagið er mest.
• Í þeim hópi eru 3 bráðatæknar og 3 neyðarflutningamenn sem hafa til umráða 2 fullbúna sjúkrabíla.
• Sjúkraflutningamaður er alltaf reiðubúinn á sérútbúnu sexhjóli með börum.
• Í gæsluliði Þjóðhátíðarnefndar undanfarin ár hafa verið um 14 lögreglumenn og 2 hjúkrunarfræðingar.
• Læknir er á vöktum allar nætur í Herjólfsdal.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst