Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson.

Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið hér. Hún kom hingað frá Spáni í leit að betra lífi og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Katarzyna

Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja hlið. Hann hefur ekki verið að flagga ljósmyndum sem hann hefur tekið en þær spanna áratugi. Svabbi kom mörgum á óvart í sumar þegar hann sló upp ljósmyndasýningu í Svölukoti á Goslokahátíðinni í sumar. Vakti hún mikla athygli enda áhrifamiklar myndir sem segja sögu mikilla átaka.

Sýning bræðranna Heiðars og Egils Egilssona á laugardaginn síðasta var bæði vel sótt og heppnaðist vel. Ekki er ástæða til annars en að margir leggi leið sína í Einarsstofu á laugardaginn því sýningarnar eru orðnar fastur liður hjá fólki sem finnst góð tilbreyting að sjá fallegar myndir, sýna sig og sjá aðra.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.