„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir.
Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag.
Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir málið ekki hafa komið inn á borð til náttúrustofunnar og hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir 51 egg til eða frá hafa lítil áhrif á stærð lundastofnsins, sem er flokkaður í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst