Hrekkjavakan fór fram í gær í eftir að hafa verið frestað um einn dag vegna veðurs. Þrátt fyrir seinkunina var frábær stemning og mikil þátttaka, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Börnin mættu í ýmsum hræðilegum búningum, þar mátti meðal annars sjá vampírur, nornir, beinagrindur og alls kyns ógnvekjandi verur sem gengu um göturnar í leit að sælgæti. Mörg hús voru skreytt og augljóst að íbúar höfðu lagt mikla vinnu og metnað í að skapa hrollvekjandi stemningu.
Veitt voru verðlaun fyrir skefilegasta húsið og að sögn skipuleggnda var valið ekki auðvelt því húsin voru hver öðru hræðilegri. En að lokum stóð eitt upp úr, Helgafellsbraut 21, og fékk það titilinn Skelfilegasta húsið 2025.
Myndir: Addi London.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst