Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu.
Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða um heim. Þó að Singles Day sé ekki jafn rótgróinn á Íslandi og í öðrum löndum þá hafa íslensk fyrirtæki farið að taka hann inn síðastliðin ár og boðið viðskiptavinum ýmis tilboð og afslætti.
Hér má sjá lista af þeim fyrirtækjum sem taka þátt í deginum hér í Eyjum*:
Flamingo – 20% afsláttur af öllum vörum.
Salka – 20% afsláttur af öllum vörum.
Skvísubúðin – 20% afsláttur af öllum vörum.
Póley – 15% afslátt af öllum vörum í verslun og með kóðanum 1111 á netverslun.
Heima Decor – 20% afslátt öllum vörum, nema Royal Copenhagen og jólaóróa, 10% af því.
Vöruhúsið – 15% afsláttur af gjafabréfum.
Penninn – ýmis tilboð af völdum vörum.
Einsi kaldi – 25% afsl, á netinu/heimasíðu.
*Ef þitt fyrirtæki tekur þátt í deginum og er ekki á listanum þá hvetjum við þig til að láta vita á eyjafrettir@eyjafrettir.is, svo hægt sé að bæta því við.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst