Þorlákur Árnason hættur sem þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason. Ljósmynd/ÍBV

Þorlákur Árnason hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, en ákvörðunin tók gildi strax við afhendingu uppsagnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV segir í tilkynningunni að hún harmi ákvörðun Þorláks, en þakkar honum jafnframt fyrir góð störf á liðnum misserum og þann árangur sem náðist á síðasta keppnistímabili.

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Þorláki fyrir tíma hans hér í Eyjum og þann góða árangur sem liðið náði á sl. keppnistímabili. Þorláki er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Stjórnin mun nú hefja leit að nýjum þjálfara fyrir karlaliðið og segir ferlið hafið strax.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.