Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála
4. desember, 2025
Mynd: Eyjafréttir.

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér að neðan í heild sinni.

Kæra bæjarstjórn

Við, undirritaðar mæður barna fædd frá september til desember árið 2024 í Vestmannaeyjum, viljum með þessu bréfi koma á framfæri alvarlegum áhyggjum okkar vegna stöðu leikskólamála í bænum. Sérstaklega höfum við áhyggjur af skorti á leikskólaplássum fyrir börn eftir 12 mánaða aldur og af fyrirkomulagi heimgreiðslna til þeirra foreldra sem vilja, eða geta verið lengur heima með börnunum sínum.

Við höfum upplifað að ekki er unnt að tryggja leikskólapláss fyrir börnin okkar við eins árs aldur, aldur sem bæjarfélagið hefur sjálft sett fram sem viðmið fyrir inntöku.

Í pistli í Eyjafréttum var til dæmis sérstaklega tekið fram að Vestmannaeyjabær stefndi að því að miða við 12 mánaða aldur við inntöku á leikskóla og að leikskólaganga frá 16 mánaða aldri yrði gerð gjaldfrjáls. Þetta síðarnefnda var kynnt íbúum 25. nóvember síðastliðinn og á að taka gildi á nýju ári.

Þegar slík markmið og loforð eru sett fram skapar það væntingar. Við mæðurnar höfum treyst á að þetta fyrirkomulag myndi styðja okkur í bæði fjárhagslegum og uppeldislegum verkefnum. Núverandi staða þar sem mörg börn við 12 mánaða aldur fá ekki leikskólapláss, veldur okkur miklum áhyggjum. Hún gerir atvinnuþátttöku erfiða, eykur fjárhagslegt óöryggi og bitnar að lokum á börnunum sjálfum, sem þurfa stöðugleika og aðgengi að viðeigandi umönnun og félagslegu umhverfi.

Sú óvissa sem skapast þegar foreldrar skiptast á að vera heima, annað vinnur á daginn og hitt um kvöld/nætur, reyna að púsla saman vinnu og umönnun og ná þar af leiðandi varla tíma saman sem fjölskylda, er bæði erfið og óheilbrigð fyrir fjölskyldulífið. Stöðugleikinn sem börnin þurfa er ekki til staðar við þessar aðstæður. Þá viljum við benda á að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru 700.000 krónur þegar við fórum í orlof, og margir þurfa að dreifa þeim greiðslum á 12–15 mánuði, þrátt fyrir að réttur mæðra sé aðeins 7,5 mánuðir (ef maki gefur frá sér 40 daga). Vegna þessa, erum við mæðurnar í allt frá 50-70% orlofi þá mánuði sem við erum heima, með tilheyrandi minni greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þar sem heildargreiðslu okkar er skipt niður á töluvert fleiri mánuði heldur en við eigum rétt á. Þessi staða verður enn erfiðari þegar engar raunhæfar lausnir eða stuðningsúrræði taka við eftir lok fæðingarorlofs.

Við teljum að staðan bitni sérstaklega á börnum sem fæðast seinni hluta ársins (september-desember) þar sem þau eru ekki orðin 12 mánaða við stóru úthlutunina á hverju hausti. Þau börn virðast í raun ekki njóta sama réttar og þau sem fæðast fyrr á árinu, einfaldlega vegna þess að þau fæðast seinna á árinu, sem á að okkar mati ekki að ráða því hvort pláss er í boði fyrir þau eður ei.

Nú erum við allar enn heima með börnin, sum þeirra þegar orðin 12 mánaða og öll verða þau orðin 12 mánaða þegar aðlögun hefst eftir áramót, á sama tíma og fæðingarorlofi foreldra lýkur. Úthlutun þeirra plássa sem voru til staðar, fór fram 17. nóvember síðastliðinn og voru ekki nema 5 börn tekin inn. Þó kunnum við starfi og samskiptum við leikskólastýrurnar síðastliðna mánuði bestu þakkir fyrir þá vinnu sem þær eru að leggja á sig, þá er ekki við þær að sakast eða starfsfólk leikskólanna heldur skort á plássum auk uppbyggingar í Vestmannaeyjum.

Það hefur verið byggt við bæði Kirkjugerði og Sóla, en engu að síður virðist svo sem ekki hafi verið gert ráð fyrir þeirri fjölgun barna sem orðið hefur. Við sem enn bíðum plássa höfum áhyggjur af því að börnin okkar komist ekki inn fyrr en þau eru orðin tæplega tveggja ára. Eru það raunverulegar aðstæður sem við eigum að sætta okkur við, í ljósi þeirra loforða sem sett voru fram um 12 mánaða inntöku? Að börnin þurfi að bíða í átta til tíu mánuði til viðbótar eftir að þau verði 1 árs? Þurfa foreldrar í alvöru að huga að því hvenær “rétti tíminn” er að eignast börn? Við vitum flest, ef ekki öll, að þessi mál eru ekki skipulögð í þaula niður á dagsetningu (nema með aðstoð) – og þurfa margir foreldrar að hafa töluvert fyrir því að verða svo lukkuleg að bera barn undir belti. Hafa ungir Eyjamenn ekki líka alltaf verið hvattir til þess að sækja sér menntun og koma svo heim? Að hér sé best að vera? Þetta er ekki mjög hvetjandi staða fyrir ungt fólk með börn ef svo er.

Í málefnasamningi meirihlutans stendur einnig að taka eigi upp heimgreiðslur fyrir 12–16 mánaða börn sem ekki fá leikskólapláss. Við viljum þó benda á að heimgreiðslurnar eru tekjutengdar og því ekki raunhæft eða sanngjarnt úrræði fyrir allar fjölskyldur. Nánast allar okkar falla utan kerfisins, þrátt fyrir raunverulega þörf. Makar reyna að vinna aukalega eða umfram hefðbundna vinnu til þess að ná endum saman þar sem fæðingarorlofsgreiðslur nema brotabroti af þeim launum sem við fáum á vinnumarkaði. Umræða innan mömmuhópsins sýnir líka, að sumar fjölskyldur hefðu kosið heimgreiðslur fram yfir leikskólapláss, ef við hefðum átt rétt á þeim, og þær verið mannsæmandi aðstoð fjárhagslega. Við bendum einnig á frétt og umræðu sem átti sér stað árið 2022 þar sem fram kom að heimgreiðslur hefðu ekki skilað sér eins og vonast var eftir þegar þær voru gerðar tekjutengdar.

„Eftir að þessu var breytt og greiðslurnar bundnar við tekjur heimilis, þá eru líklega mun færri sem fá þessar heimgreiðslur – því margir – þá sérstaklega hjón og pör sem fara yfir lágmarkslaunaviðmiðið sem bærinn setur upp. En það eru 1.050.000 kr á mánuði. Sem er ekkert voðalega hátt viðmið og flestir eru sammála um að viðmiðið sé of lágt. Það væri athyglisvert að vita hversu margir hafa fengið heimgreiðslur af þeim sem hafa sótt um eftir að fyrirkomulaginu var breytt. Það lúkkar vel á pappír hjá bænum að hafa svona háar heimgreiðslur, en það eru mun færri sem fá þessar greiðslur í dag, en eins og þetta var áður en greiðslurnar voru tekjutengdar.“  – Eyjafréttir, 2022.

Það sama á við ennþá í dag, rúmum þremur árum seinna. Á sama tíma hefur allt hækkað í samfélaginu. Þessi viðmið um heimgreiðslur eiga sér enga stoð í nútímasamfélagi. Matur, húsnæðislán, reikningar; hiti og rafmagn, vextir á lánum og jafnvel óvænt útgjöld sem koma hver mánaðamót hafa hækkað gífurlega, en þessi tala, 1.050.000 krónur stendur ennþá föst.

Fyrir þá sem ekki vita, að þá hafa foreldrar rétt á heimgreiðslum frá Vestmannaeyjabæ ef sameiginleg laun beggja foreldra fyrir skatt fara ekki yfir þessa tölu. Ef maður ætlar að ná endum saman þessa dagana, verður útivinnandi foreldrið að sanka að sér aukatímum eða jafnvel auka vinnu og er þessi tala þá alltof lág fyrir þá aðstoð sem maður þarfnast virkilega á þessum tíma.

Til að skoða þetta í betra samhengi, þá sýnir taflan hér að neðan, að af tólf börnum eru fjögur af þeim sem komast inn á leikskóla í janúar næstkomandi og engin af þeim átti rétt á heimgreiðslum eftir 12 mánaða aldur, beðið er eftir upplýsingum fyrir tvö börn en líklega eiga þau ekki rétt á heimgreiðslum vegna þess að foreldrar eru með “of háar tekjur”. Einungis ein móðir af tólf á rétt á skertum heimgreiðslum með þessu fyrirkomulagi. Foreldrar átta barna eru því í óvissu með hvað þau gera eftir að fæðingarorlofinu lýkur um áramót. Myndi það ekki henta betur og jafnvel spara bænum töluverðan kostnað að hafa heimgreiðslur ótekjutengdar, þannig að allar fjölskyldur hefðu jafnan rétt, og foreldrar gætu þannig frekar beðið með að setja 12–18 mánaða börnin sín inn á leikskóla kjósi þau það, heldur en að hafa ekkert val ef það er pláss fyrir barnið og ekkert annað úrræði í boði?

Að auki segir í málefnasamningi meirihlutans fyrir árin 2022-2026 orðrétt: „Ráðist verður í byggingu nýs leikskóla til að mæta vaxandi fjölda barna.“ Við höfum ekki heyrt orð um nýjan leikskóla, fundið neinar opinberar upplýsingar, áætlanir eða skipulagsgögn sem sýna að sú vinna sé hafin eða yfirvofandi. Ef slíkar áætlanir eru til viljum við biðja um að þær verði kynntar, því foreldrar eiga rétt á að vita hvenær lausnir eru í sjónmáli.

Við sem ekki fáum leikskólapláss fyrir 12 – 15 mánaða börnin okkar, hvetjum ykkur til þess að endurskoða heimgreiðslurnar til okkar. Það liggur í augum uppi þegar ein af tólf, eða 8% af umsækjendum eiga rétt á heimgreiðslum, og fær hún ekki einu sinni fullan rétt, að það sé eitthvað sem þarf virkilega að skoða. Flestar okkar eru að fara að vera heima, tekjulausar næstu mánuði, eða þar til að barnið kemst inn á leikskóla. Við viljum því skora á ykkur til þess að bjóða okkur fullar heimgreiðslur þangað til að börnin okkar komast inn á leikskóla, þar sem ekki tókst að standa undir loforðum.

Við óskum þess að fulltrúar í bæjarstjórn taki betur á þessum málum, með hliðsjón af raunverulegum áhrifum á líf ungra barna og fjölskyldna þeirra. Við viljum geta sagt með stolti að í Vestmannaeyjum sé best að búa, en til þess þarf leikskólakerfið að vera fyrirsjáanlegt, sanngjarnt og þá að heimgreiðslur séu í takt við raunverulegt samfélag. Við vonum að bæjarstjórn líti á málið sem forgangsverkefni og vinni að lausnum fyrir okkur sem tryggja jafnræði, fyrirsjáanleika og virðingu fyrir aðstæðum ungra barna og foreldra þeirra, því það er augljóst að þetta kerfi er ekki að virka í nútíma efnahag.

Undirskriftir mæðra, búsettar í Vestmannaeyjum sem eignuðust börn frá september til desember árið 2024.

Aníta Friðriksdóttir
Dóra Kristín Guðjónsdóttir
Guðdís Jónatansdóttir
Lovísa Jóhannsdóttir
Mirra Björgvinsdóttir
Natalía Kjartansdóttir
Sigrún Ella Sigurðardóttir
Svanhildur Eiríksdóttir
Tara Sól Úranusdóttir

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.