Það ser sannkallaður handboltasunnudagur framundan hjá ÍBV en bæði meistaraflokkslið félagsins eiga leik í Olísdeildunum í dag. Kvennalið ÍBV leikur fyrr um daginn þegar liðið sækir Selfoss heim í Set höllina í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Karlaliðið leikur síðar um daginn á Akureyri þar sem Þór tekur á móti ÍBV í 15. umferð Olísdeildar karla, í jafnframt síðasta leik liðsins á árinu.
Stelpurnar í ÍBV fara til leiks með mikinn kraft, þar sem áhersla hefur verið lögð á hraða, baráttu og karakter í leik liðsins. Leikurinn gegn Selfossi verður því hörð viðureign þar sem bæði lið vilja styrkja stöðu sína í deildinni þegar líður á seinni hluta tímabilsins.
Karlalið ÍBV á krefjandi verkefni fyrir höndum í Höllinni á Akureyri, þar sem heimamenn í Þór taka á móti Eyjamönnum. Um er að ræða síðasta leik liðsins á árinu og má búast við að leikmenn mæti einbeittir og staðráðnir í að ljúka árinu með góðum frammistöðu.
Eyjafréttir fylgjast með gangi mála og munu birta umfjöllun og úrslit af leikjum dagsins að þeim loknum.
13:30 – Selfoss – ÍBV
Olísdeild kvenna, 11. umferð
Völlur: Set höllin
Dómarar: BBB / HA
Útsending: Handboltapassinn
Miðasala: Stubbur
15:00 – Þór – ÍBV
Olísdeild karla, 15. umferð
Völlur: Höllin Akureyri
Útsending: Handboltapassinn
Miðasala: Stubbur




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst