Í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu.
Íris færði þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir starfsmannanna höfðu starfað hjá bænum í áratugi og sinnt störfum sínum af alúð og fagmennsku, segir í frétt á vef bæjaryfirvalda.
Þeir sem kvaddir voru að þessu sinni eru: Kristján Ólafur Hilmarsson, Ásta Kristmannsdóttir, Jenný Jóhannsdóttir, Sigurlína Sigurjónsdóttir, Kristján Egilsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Lilja Garðarsdóttir, Emilía M. Hilmirsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Karen Sigurgeirsdóttir og Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir.
Vestmannaeyjabær þakkar þeim öllum fyrir farsælt samstarf á liðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar, segir að endingu í fréttinni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst