Stjörnuleikurinn 2025 fer fram í dag, föstudaginn 19. desember í Íþróttamiðstöðinni og hefst leikurinn klukkan 17:00. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem handboltinn er nýttur til að sameina fólk og safna fyrir gott málefni.
Stjörnuleikurinn er leikur þar sem áhersla er lögð á gleði, samveru og stuðning, og rennur allur ágóði af viðburðinum óskiptur til Downsfélagsins. Markmiðið er að skapa fallega stund þar sem samfélagið kemur saman og sýnir samstöðu í verki.
Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Allir eru velkomnir að mæta og taka þátt í þessari samverustund sem skiptir máli og sýnir að Eyjarnar standa saman þegar hjartað ræður för. Áfram ÍBV – alltaf, alls staðar, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst