Ævintýri í Hrauney
20. desember, 2025
Hrauney
Óli Gränz við bómu í Hrauney. Hún var notuð til að hífa vistir og varning upp í eyna og til að slaka lunda og öðru sem aflaðst niður í bát. Ljósmynd/Ragnar Jónsson.

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og eldgosunum í Surtsey og Heimaey. Bókin er 315 bls. og prýdd fjölda mynda. Guðni Einarsson skráði. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Hér birtast tveir stuttir kaflar úr bókinni.

„Við Hjalli (Hjálmar Guðnason) tókum Hrauney á leigu 1968 ásamt Gauja á Látrum, Guðjóni Þ. Jónssyni, og Kela í Sandprýði, Þorkeli Húnbogasyni Andersen, og byggðum veiðihúsið Hraunbæ í Hrauney. Það var byggt úr einingum sem við höfðum smíðað í landi. Kofinn vó alls fjögur tonn og tvö hundruð kíló. Við settum langan kaðal í kringum toppinn á Hrauney, í 92 metra hæð, og svo voru margir teinar alla leið niður í sjó. Við hífðum einingarnar, með gleri og öllu saman, upp í eyna á kaðlinum. Hvert hlass var um 300 kíló. Þegar báturinn tók í snerist upp á kaðalinn og mótstaðan var það mikil að hver hífa lyftist hægt upp úr bátnum og snerti aldrei sjó.

Hjalli hafði ekki haft neina trú á þessu og ef fyrsta hífan hefði ekki heppnast hefði ekki orðið neitt framhald á þessari aðferð. Hlössin fóru rólega upp í 60 metra hæð við kofastæðið. Þá var gefið merki úr eynni, kúplað frá á bátnum og hlassið dró hann aftur á bak og lagðist mjúklega við kofastæðið. Þeir komu úr hinum úteyjunum til að sjá þetta undur. Voru allir búnir að hífa efnið í sína kofa upp í eyjarnar á lúkunum.

Einu sinni kom Sigurgeir Jónasson, Álseyingur, ljósmyndari og lundaveiðimaður frá Skuld, og sagði: „Óli, þú ert búinn að eyðileggja úteyjalífið í Vestmannaeyjum. Þú ert kominn með kæliskáp!“ Við vorum með gasknúinn kæliskáp og eldavél auk þess sem þetta var fyrsti úteyjakofinn með þreföldu gleri. Það var bara upp á húmorinn. Svo kom Sigurgeir hálfum mánuði seinna og spurði hvar ég hefði fengið kæliskápinn? Nú eru allir komnir með kæliskápa, sánaklefa og annan lúxus í úteyjarnar og flottasti kofinn er í Álsey.

Hjalli var eini alvöru lundaveiðimaðurinn í okkar hópi og vanur lundaveiðum, búinn að vera í nokkur sumur í Álsey með Ella í Ólafshúsum, Erlendi Jónssyni, sem var hálfbróðir Guðna, pabba Hjalla. Svo missti Hjalli áhugann á veiðinni. Eftir það veiddum við bara í soðið fyrir fjölskyldur okkar.”

 

Hrauney, taka ut kofann
Úteyjamenn komu í Hrauney og tóku út veiðihúsið Hraunbæ. F.v.: Páll Steingrímsson Helliseyingur, Hjálmar Guðnason Hrauneyingur, Álseyingarnir Guðlaugur Sigurgeirsson og Torfi Haraldsson og Hrauneyingarnir Óli Gränz og Þorkell Húnbogason. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson.

Meistaraskytta fyrir slysni

„Steini stóri, Aðalsteinn Sigurjónsson bankaútibússtjóri, kom nokkrum sinnum í Hrauney til að slappa af. Hann var alltaf árrisull og yndislegur vinur. Einu sinni ræsti hann mig og sagði: „Það er máfur hérna í byggðinni. Skjóttu hann!“ Við vildum bægja máfunum frá lundabyggðinni. Ég sagði honum að ég væri sofandi og ætlaði að sofa áfram. Hann skyldi bara skjóta máfinn sjálfur. Eftir smástund vakti hann mig aftur og sagði: „Máfurinn er hér enn.“ Ég fór út með riffilinn og fretaði á máfinn. Ég heyri enn hláturinn í Steina þegar máfurinn tók flugið hlæjandi á burt. Svo, þegar fuglinn var kominn vel út fyrir eyjuna, stífnaði hann upp og skrúfaðist niður í sjó, steindauður. Þá hætti Steini að hlæja og spurði: „Óli, hvað skeði?“ Ég svaraði því til að ég væri á nærbrókunum og hefði þurft að skjóta máfinn þannig að hann kæmi sér sjálfur út af eynni áður en hann dræpist. Steini trúði því að ég væri meistaraskytta.

Einhverju sinni vorum þeir Hjalli og Gaui á Látrum úti í Hrauney. Það var mjög gott veður og Anna Svala, kona Gauja, hringdi í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að skreppa aðeins út í Hrauney. Hún var þá kasólétt. Gaui og Hjalli höfðu boðið Ameríkana með sér og hann býsnaðist mikið yfir því að hafa farið upp 32 metra á bandi og fannst það mikið afrek og glæfralegt.

Þeir sátu í mestu makindum í kofanum þegar Anna Svala kom þar inn með óléttubumbuna og spurði: „Hvað segið þið, strákar?“ Ameríkaninn varð orðlaus en þetta vafðist ekkert fyrir Önnu Svölu þótt ekki væri hún kona einsömul.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.