Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum. Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng.
Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir: Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja eða hlusta á klassísku jólalögin? – Hefur þig langað til þess að heyra jólalögin sungin með gleðiraust og helgum hljóm?
Þá er Jólalaga Sing-along einmitt málið fyrir þig næstkomandi sunnudag kl. 13.00. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir sannkallaðri jólalagasöngstund rétt fyrir jól. Í ár verður engin breyting á og verður hið svokallaða „Jólalaga Sing-along næstkomandi sunnudag kl. 13.00.
Það er skemmtilegt og uppbyggjandi að koma saman rétt fyrir jól og syngja jólalögin ásamt öllum góðu kórunum okkar. Tækifærum til að syngja jólalögin hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum og því er þetta kjörin stund til að eiga gleðilega og hátíðlega söngstund saman.
Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu jafnframt syngja jólalög úr sinni efnisskrá þannig að þetta verður heilmikil söngstund fyrir alla




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst