Fullt var út að dyrum á Jólahvísli í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi þar sem fjölmargir gestir nutu notalegrar kvöldstundar í góðum félagsskap og fallegri tónlist.
Aðgangur var ókeypis en boðið upp á frjáls samskot til styrktar jólastyrktarsjóði Landakirkju, sem margir lögðu sitt af mörkum til. Margir og góðir listamenn komu fram á Jólahvísli í ár og ljóst er að viðburðurinn heldur áfram að vaxa og dafna – hljómleikarnir verða betri með hverju árinu sem líður.
Stemningin var hlý og hátíðleg og salurinn þétt setinn, enda Jólahvísl orðin fastur liður í aðventudagskrá Eyjamanna. Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst