Tólfta lagið og lag desembermánaðar og jafnframt síðasta lagið í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) hefur staðið fyrir undan farið ár, er að sjálfsögðu jólalag. Lagið heitir “Helgistund á jólum” og er eftir þá félaga Helga Rasmussen Tórzhamar og Sævar Helga Geirsson við texta Ólafs Týs Guðjónssonar. Lagið er flutt af Jólahvísl hópnum. En þau bjóða einmitt Eyjamönnum til jólatónleika á föstudaginn kemur.
Lag : Helgi Rasmussen Tórzhamar & Sævar Helgi Geirsson
Texti : Ólafur Týr Guðjónsson
Söngur & raddir: Guðný Emilíana Tórshamar
Söngur & raddir: Jenný Guðnadóttir
Söngur & raddir: Elísabet Guðnadóttir
Raddir: Guðbjörg Guðjónsdóttir
Kassagítar: Helgi Rasmussen Tórzhamar
Rafgítar: Gísli Stefánsson
Bassi: Þórir Rúnar Geirsson
Trommur: Birkir Ingason
Hljóðblöndun og tónjöfnun: Gísli Stefánsson
Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á best.eyjar@gmail.com. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst