Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk.. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda.
Í heimsókninni munu þau fara víða um Vestmannaeyjar og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag Eyjamanna, auk þess sem þau munu eiga fund með bæjarstjórn.
Fyrsti liður heimsóknarinnar er móttaka og opið hús í Sagnheimum, þar sem forsetahjónunum verður tekið hátíðlega kl. 16:30 á fimmtudag. Bæjarbúum gefst þar kostur á að hitta forsetahjónin og taka þátt í hátíðlegri dagskrá, þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði og börn úr leikskólanum Sóla munu syngja. Þá munu forseti og bæjarstjóri flytja stutt ávörp.
Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að mæta, segir að endingu í tilkynningunni.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst