Foreign Monkeys hafa gefið út þriðju breiðskífu sína, III, sem er nú aðgengileg á Spotify og öðrum streymisveitum, auk þess að koma út á vínyl og geisladisk.
Platan er afrakstur sex ára vinnu og markar stórt skref í áframhaldandi þróun sveitarinnar. III er þétt og kraftmikil með þétt riff og sterka húkka. Hljóðritun fór fram víðsvegar um Vestmannaeyjar, meðal annars í Álsey, sem setur sterkan staðarbrag á verkið.
Til að byrja með verða vínyl- og geislaútgáfur einungis fáanlegar í netverslun sveitarinnar. Upplag er væntanlegt til Íslands á næstu dögum og verður það kynnt sérstaklega þegar það berst, segir í tilkynningu frá bandinu.