Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí. Eyjafréttir fengu Maskínu til að gera skoðanakönnun í nóvember 2024. Þar var Fyrir Heimaey með mesta fylgið meðal þeirra sem tóku afstöðu, eða 40,7%, og Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 40% fylgi. Eyjalistinn var með 18,7% fylgi. Óákveðnir voru hins vegar 30%.
Eyjafréttir hefur undir höndum skoðanakönnun um fylgi flokka sem gerð var á landsvísu í desember sl. Úrtak Eyjamanna var 84 og því ber að taka niðurstöðum þeirrar könnunar með eðlilegum fyrirvara. Óákveðnir voru eingöngu 7% og af þeim sem tóku afstöðu ætluðu 50% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 27% Fyrir Heimaey og 23% Eyjalistann.
