ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Frá síðasta leik ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Í kvöld verður 15. umferð Olísdeildar kvenna spiluð og hefst hún með leik ÍBV og Fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja klukkan 18:00.

ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Eyjakonur hafa átt gott tímabil til þessa, unnið 11 af 14 leikjum, og verið eitt markahæsta lið deildarinnar með 429 skoruð mörk. Heimavöllurinn hefur reynst liðinu sterkur og ljóst að Framliðið fær krefjandi verkefni í kvöld.

Fram er í 4. sæti með 15 stig, jafnt Haukum, en með betri markatölu. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld. Miðasala er á Stubb og verður leiknum sjónvarpað á Handboltapassanum.


Leikir dagsins – 15. umferð

  • ÍBV – Fram | kl. 18:00 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

  • Haukar – ÍR | kl. 18:30 | Kuehne+Nagel höllin

  • KA/Þór – Stjarnan | kl. 19:00 | KA heimilið

  • Selfoss – Valur | kl. 19:30 | Set höllin

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.