Í kvöld verður 15. umferð Olísdeildar kvenna spiluð og hefst hún með leik ÍBV og Fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja klukkan 18:00.
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Eyjakonur hafa átt gott tímabil til þessa, unnið 11 af 14 leikjum, og verið eitt markahæsta lið deildarinnar með 429 skoruð mörk. Heimavöllurinn hefur reynst liðinu sterkur og ljóst að Framliðið fær krefjandi verkefni í kvöld.
Fram er í 4. sæti með 15 stig, jafnt Haukum, en með betri markatölu. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld. Miðasala er á Stubb og verður leiknum sjónvarpað á Handboltapassanum.
ÍBV – Fram | kl. 18:00 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Haukar – ÍR | kl. 18:30 | Kuehne+Nagel höllin
KA/Þór – Stjarnan | kl. 19:00 | KA heimilið
Selfoss – Valur | kl. 19:30 | Set höllin