Verk Júlíönu Sveinsdóttur í Einarsstofu á nýársdag

Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966).
Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist.
Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru að láni hjá Íslandsbanka. Þá er einnig til sýnis vefstóll hennar og liggja með hálfunnið og fullbúið verk eftir hana á stólnum.

Rétt er að vekja athygli á því að nýárssýningin er aðeins uppi við þennan eina dag kl. 13-16.

Allir hjartanlega velkomnir, kaffi og konfekt á borðum.

Með nýárskveðju frá Listvinum Safnahúss.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.