Tilkynning birtist á vef Fiskistofu í gær þar sem fram kemur að ekki verði veitt frekari löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun. Huginn Ve er staddur í Kyllibegs á Írlandi þar sem landað var 1.900 tonn af kolmunna upp úr bátnum.
Þurfum að sigla 400 sjómílum lengra fyrir 30% lægra verð
„Planið hjá okkur er að fara annan túr. Er búið að vera bræla yfir helgina og verður fram eftir viku. En staðan er nokkurn veginn þannig að við þurfum að sigla 400 sjómílum lengra hvora leið til að fá 30% lægra verð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson stýrimaður á Huginn VE 55.
Veikleika við vigtun á uppsjávarfiski á Írlandi
Fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu að meginregla við fiskveiðar sé sú að afla skal landað og hann veginn í íslenskri höfn. Heimilt er þó með leyfi Fiskistofu að landa afla í höfnum erlendis sé tryggt að eftirlit með vigtun aflans sé fullnægjandi að mati Fiskistofu. Evrópusambandið birti á heimasíðu sinni í lok júlí í fyrra fréttatilkynningu þar sem fram kemur að framkvæmdarstjórn ESB hafi greint alvarlega veikleika við vigtun á uppsjávarfiski á Írlandi.
Betri vigt upp úr bátnum á Írlandi
„Enginn annar íslenskur bátur er að landa á Írlandi en hins vegar eru hér bátar frá Færeyjum, Noregi, Danmörku Skotlandi og Írlandi að landa án þess að nokkur geri við það athugasemdir. Þetta er í raun alveg ótrúlegt og maður veit ekki hvað býr að baki. Eftirlitið hér er mun sýnilegra og meira en heima. Hér erum við að fá betri vigt upp úr bátnum en á Íslandi sem er nú líka vísbending um að hér sé allt í lagi,“ sagði Ingi að endingu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.