Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á suðurlandi

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Suðurlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund.

Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com

Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á “next match” þegar skákin er búin.

Til að taka þátt þarf að fara í gegnum fáein einföld skref. Best er að klára skref 1 og 2 sem fyrst.

1. Búa til aðgang á chess.com (ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register

2. Gerast meðlimur í hópnum “Skólaskák Suðurland”: https://www.chess.com/club/skolaskak-sudurland

3. Skrá sig á mótin sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Hér er tengill á fyrsta mótið: https://www.chess.com/live#r=175983
Það þarf að ýta á “join” og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30

Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.
Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.com: https://www.youtube.com/watch…

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Að ofan er tengill á fyrsta mótið en til að vera með í mótum á næstunni þarf einfaldlega að mæta á chess.com frá 15:30 á fimmtudögum og skrá sig í mótið í gegnum hópinn “Skólaskák Suðurland”.

Öllum spurningum er svarað á netfangið stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562,
Kveðja, Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambands Íslands.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.