Sjómannadagshelgi með nokkuð eðlilegu sniði
15. maí, 2020

Á tímabili leit út fyrir að allt samkomuhald yrði bannað næstur vikurnar og í ljósi þess hafði Sjómannadagsráð ákveðið að engin hátíðarhöld yrðu á Sjómannadaginn þetta árið. En öll él birta um síðir og líka Covid19 fárið sem herjað hefur á Vestmannaeyjar, Ísland og reyndar alla heimsbyggðina síðustu vikur og mánuði.

Í ljósi þess að slakað hefur verið á samkomubanni hefur Sjómannadagsráð ákveðið að halda Sjómannadaginn, sem nú er sunnudagurinn 7. júní hátíðlegan en dagskráin verður minni í sniðum en verið hefur. Verður í öllu farið að tilmælum Eyjamannanna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og Ölmu Möller landlæknis frá Siglufirði.

Þetta kemur fram hjá Ríkharði Stefánssyni og Halldóri Inga Guðnasyni sem sæti eiga í ráðinu. „Við byrjum á laugardagsmorguninn á Nausthamarsbryggju með Bryggjumótinu vinsæla fyrir þau yngstu og pabbana og afana,“ segir Rikki. „Eftir hádegi verður að mestu hefðbundin dagskrá á Vigtartorgi sem ætluð er unga fólkinu. Þar verða hoppukastalar, fuzzball, fjarstýrðir bátar og sjómenn og aðrir fá að spreyta sig í kappróðri eins og venja er. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar eins og karl sem býr allskonar fígúrur úr blöðrum.“
Hefðbundin skemmtun í Höllinni verður ekki vegna fjöldatakmarkana en sunnudagurinn hefst með því flaggað er við Landakirkja og klukkan 11 er Sjómannamessa. „Á eftir er athöfn við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra og þeirra sem farist hafa í flugslysum. Henni stýrir Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í fjarveru Snorra Óskarssonar,“ segir Halldór Ingi.

Klukkan þrjú verður eins og alltaf safnast saman á Stakkó þar sem sjómenn verða heiðraðir, tónlist og önnur hefðbundin atriði. Eykyndilskaffið fellur niður vegna Covid19. „Við erum að reyna eins og við getum að halda Sjómannadaginn hátíðlegan en förum í öllu að settum reglum og eftir leiðbeiningum Páleyjar lögreglustjóra. Við mætum svo margefldir á næsta ári og höldum Sjómannadaginn með meiri stæl en nokkru sinni,“ sögðu félagarnir sem að lokum vöktu athygli á Sjómannadagsblaðinu, merkjasölunni og að dagskrá Sjómannadagsins verður birt í næstu viku.

„Sjómannadagsblaðið verður myndarlegt og fjölbreytt að vanda og verður því dreift ókeypis í öll hús í Eyjum sem er nýjung. Skátarnir dreifa blaðinu og ÍBV sér um merkjasölu og er fólk hvatt til að taka vel á móti sölubörnum. Nánari dagskrá verður svo kynnt í næstu viku.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.