Vinnslustöðin óskar sjómönnum sínum gleðilegs sjómannadags! Megi sjómannadagshelgin verða þeim og fjölskyldum þeirra fagnaðarrík, sem og öllu öðru starfsfólki félagsins með þakklæti fyrir samstöðu og baráttuvilja á erfiðum tímum kórónufaraldurs í vetur og vor.
Minnumst þess samt að veiran er fjáranum lúmskari og ósigruð enn þótt úr henni sé mesti vindurinn.
Allt er þetta gert með hagsmuni okkar og heilsu í huga og við erum blessunarlega á réttri leið, þökk sé einmitt ströngum samskiptareglum sem eru virtar!
Að svo mæltu hitum við upp með fáeinum myndum frá hátíðarhöldum Sjómannadagsins 2019.
Sömuleiðis fljóta með nýjar myndir af Breka VE. Hann verður á þurru landi fyrir sunnan um helgina, lætur snúast í kringum sig til snyrtingar í slippnum og virðir tveggja metra regluna.
Brátt kemur kappinn heim aftur nýmálaður, úthvíldur og til í allt. Eða svo gott sem.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.