Hvatningaverðlaun fræðsluráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Einarsstofu í gær 17. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru afhent en með markmiðið með þeim er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hrós fyrir framúrskarandi vinnu og staðfesting á að verðlaunahafi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Alls bárust níu tilnefningar í ár og voru þrjú verkefni valin:
Harry Potter þemaverkefni 4. bekkjar:
Snjólaug Árnadóttir, Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Anna Lilja Sigurðardóttir hafa unnið mikið og metnaðarfullt þemaverkefni fyrir bekkina sína. Verkefnið teygði anga sína í aðra árganga í GRV og einnig út fyrir skólann. Mikil ánægja var með verkefnið hjá nemendum og foreldrum.
Út fyrir bókina:
Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir hafa lagt mikla vinnu í að gera námið áhugavert án bókar. Markvisst er unnið af því að gera kennsluna skemmtilega og lifandi, m.a. með námsefni sem tengist áhugasviði barna, gegnum leiki og spil. Jafnframt halda þær út fésbókarsíðu þar sem þær deila verkefnum sínum. Verkefnið hefur hlotið mikla athygli innan og utan skólans.
Tölvuinnleiðing GRV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur verið í forsvari fyrir innleiðingu og bættum tæknimálum í GRV. Forritun á öllum stigum í náminu, örnámskeið fyrir kennara og starfsfólk. Án efa hefur þessi innleiðing og vinna nýst skólanum vel í fjarkennslu síðustu misseri.
Við þetta tækifæri voru undirritaðir samningar við þá aðila sem hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla.
Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með myndavélina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst