Áreksturinn átti sér stað á Suðurlandsvegi móts við Rauðalæk. Talsvert tjón varð á báðum ökutækjunum og varð m.a. að draga fólksbifreiðina sem lenti aftan á vörubifreiðinni af vettvangi sökum þess hve illa hún var skemmd. Engin meiðsl urðu á fólki.
Aðfaranótt föstudagsins fór jeppabifreið út af �?ingskálavegi, móts við Geldingalæk og hafnaði á hjólunum ofan í skurði. �?kumaðurinn sem var einn í jeppabifreiðinni var fluttur með sjúkrabifreið í sjúkrahús Landspítlans í Reykjavík en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Jeppabifreiðin er talsvert skemmd og varð að fjarlægja hana af vettvangi með kranabifreið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst