„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér.
Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á Íslandi og hér ætlum viljum við vera til frambúðar.“
Milosz Adrian Szczesny segir brosmildur ástar- og ævintýrasögu þeirra Önnu Bara. Þau starfa bæði tvö í bolfiski og humri í Vinnslustöðinni. Hann var nýlega ráðinn flokksstjóri á því sviði starfseminnar og hafði áður leyst af sem slíkur í eitt ár eða svo.
Flokkstjóri vinnur eins og hver annar í framleiðslunni en hefur jafnframt það hlutverk að fylgjast með því að vinnslan gangi snurðulaust fyrir sig og er verkstjóranum til aðstoðar eftir atvikum.
























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.