Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni gerði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs grein fyrir stöðu og viðbrögðum vegna COVID-19 á helstu stofnunum sem heyra undir ráðið.
Ljóst er að miðað við stöðuna í dag búum við enn við hættu vegna kórónuveirunnar og mikilvægt að gætt sé vel að öllum smitvörnum og öllum fyrirmælum fylgt eftir. Sérstaklega er gætt að viðkvæmum hópum og þá fyrst og fremst eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem eru berskjaldaðir fyrir alvarlegum veikindum. Sérstaklega er gætt að sóttvörnum á Hraunbúðum, þjónustuíbúðum fatlaðs fólks og dagþjónustu. Að auki er passað upp á sóttvarnir á skrifstofum fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði, í heimaþjónustunni og allri annari þjónustu á vegum sviðsins. Fylgt er eftir öllum fyrirmælum og ráðleggingum sem koma frá Landlæknisembættinu. Fylgst er vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum sem komið getur upp vegna kórónuveirunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst