Fylgst er vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum vegna kórónuveirunnar

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni gerði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs grein fyrir stöðu og viðbrögðum vegna COVID-19 á helstu stofnunum sem heyra undir ráðið.
Ljóst er að miðað við stöðuna í dag búum við enn við hættu vegna kórónuveirunnar og mikilvægt að gætt sé vel að öllum smitvörnum og öllum fyrirmælum fylgt eftir. Sérstaklega er gætt að viðkvæmum hópum og þá fyrst og fremst eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem eru berskjaldaðir fyrir alvarlegum veikindum. Sérstaklega er gætt að sóttvörnum á Hraunbúðum, þjónustuíbúðum fatlaðs fólks og dagþjónustu. Að auki er passað upp á sóttvarnir á skrifstofum fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði, í heimaþjónustunni og allri annari þjónustu á vegum sviðsins. Fylgt er eftir öllum fyrirmælum og ráðleggingum sem koma frá Landlæknisembættinu. Fylgst er vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum sem komið getur upp vegna kórónuveirunnar.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.