Settar hafa verið upp ákveðnar heimsóknarreglur fyrir jólahátíðina á Hraunbúðum út frá tilmælum almannavarna. Frá þessu er greint í frétt á vef Hraunbúða.
Eftirfarandi reglur verða á Hraunbúðum um jólahátíðina:
- Mælst er gegn því að íbúar fari í boð til ættingja yfir jólahátíðina, ef íbúi fer út gilda ákveðnar reglur um sóttkví sem hægt er að kynna sér nánar hjá stjórnendum Hraunbúða.
- Eftir hádegi á aðfangadag verður opið fyrir heimsóknir milli kl 13:00-17:00
- Eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt hátíðarkvöldverðinn kl 18 á aðfangadag er möguleiki á heimsóknum milli kl 20:00-22:00 og þá inn í einkarými íbúa/herbergi. Ath ekki er opið fyrir heimsóknir á matmálstímum.
- Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa aðfangadag (24. des), jóladag (25. des), á annan í jólum (26.des), á gamlárdag (31.des) og á nýársdag (1.jan) á tímabilinu 13-17.
- Sömu tveir gestir mega koma þessa daga en þurfa að skrá sig fyrirfram á vakt@vestmannaeyjar.is.
- Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
- Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
- Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
- Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
- Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
- Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
- Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
- Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra
Vinsamlega EKKI koma inn á Hraunbúðir ef :
- Þú ert í sóttkví eða einangrun.
- Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
- Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.
Mikilvægt er að þeir sem eru að koma í heimsókn sýni sérstaka aðgát varðandi fjölda þeirra sem þeir umgangast og sýni sérstaka aðgát nálægt eða forðist þá sem hafa verið erlendis og komið hafa frá höfuðborginni nýlega.