Ný stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis kjörin

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fór fram á veraldarvefnum laugardaginn 22. febrúar 2021. Þingmenn Suðurkjördæmis fóru yfir störf sín og stjórnmálaviðhorfið. Það kom fram í máli þingmanna og annarra fundargesta að staða Miðflokksins sé afar sterk í kjördæminu. Þá hefur deildum innan félagsins í kjördæminu farið fjölgandi uppá síðkastið og mikill sóknarhugur er í flokksfélögum fyrir komandi alþingiskosningar, enda mikil sóknarfæri til staðar fyrir flokkinn til enn frekari styrkingar.

Ný stjórn var kosin en hana skipa:
Óskar H. Þórmundsson, formaður
Sigrún Gísladóttir Bates
Davíð Brár Unnarsson
Sverrir Ómar Victorsson
G. Svana Sigurjónsdóttir
Didda Hólmgrímsdóttir
Tómas Ellert Tómasson

Varamenn voru kosnir:
Margrét S. Jónsdóttir
Magnús Haraldsson
Ragnar Anthony Antonsson Gambrell

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.