ÍBV – Stolt Eyjanna
29. apríl, 2021
ÍBV. fótbolti. karlar
Lúðvík Bergvinsson

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa upp rætur sínar í London, að mér fannst, og hefja samstarf við stærstu félög Evrópu í einhverskonar prívat deild útvalinna stórklúbba Evrópu; já þar komst ég næst því á minni ævi að segja skilið við mitt gamla lið fyrir fullt og fast. Það bjargaðist þó, reyndar á frækilegan hátt, en einsog alkunna er kom almenningur vitinu fyrir eigendur félagsins á síðustu stundu og þátttaka þess í súperdeildinni var afturkölluð. Þarna fannst mér öllu því góða sem íþróttir kunna að geta gefið fyrir leikinn og stuðningsmenn hans á haus snúið. Í mínum huga hafa íþrótta- og ungmennafélög þann megintilgang að skila einstaklingum, sem taka þátt í starfi þeirra, sem betri manneskjum út í samfélagið; þ.e. þau eiga að hjálpa þeim sem þar taka þátt að verða besta útgáfan af sjálfum sér, einsog sagt er á hátíðastundum, og skila þeim þannig út í samfélagið. Þetta finnst mér eiga að vera leiðarstef í starfi allra íþróttafélaga. Það gleymist nefnilega svo oft að það verða ekki allir stjórstjörnur eða efnaðir af því einu að taka þátt íþróttastarfi; það er aðeins lítið brotabrot af þeim sem þar taka þátt ef nokkur sem nær slíkum hæðum. Það er því óhætt að segja að það var allt önnur og betri tilfinning sem helltist yfir þegar ég fékk tíðindi af því að íþróttafélagið mitt, ÍBV, hefði tekið fast og fagmannlega á atviki innan félagsins þegar einstaklingur kom fram við félaga sinn á þann hátt sem aldrei má samþykkja. Nýverið átti sá atburður sér stað að einstaklingur í meistaraflokki ÍBV dreifði og deildi nektarmyndum af ungum og efnilegum leikmanni liðsins á alnetinu, án hans samþykkis. Hafandi tekið þátt í og leikið knattspyrnu í efstu deildum hér á landi; þekkjandi þann menningarheim sem knattspyrnumenn lifa í frá degi til dags, þá er ég viss um að það hefði verið mun einfaldara fyrir alla, þ.m.t. stjórnarmenn í ÍBV, að reyna að leysa svona mál í myrkvuðu bakherberbergi bak við luktar dyr í stað þess að taka af einurð á þeim vanda sem stafrænt ofbeldi er. Í þessu samhengi má nefna að dómstólar hafa verið að gera einstaklingum fangelsisrefsingu fyrir slíkt framferði, auk þess sem ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á rannsóknir á svona ofbeldi. Í þessu tilviki var gerandinn einn besti og þekktasti knattspyrnumaður liðsins. Málið var því augljóslega erfitt fyrir alla þegar það kom upp. Það hefur því verið erfið ákvörðun fyrir stjórnina að láta gerandann fara frá félaginu. Gerandinn hefur sagt að „húmor“ hafi verið leiðarljós verknaðarins; en mögulega „húmor“ hvers? Það er almennt þannig að þegar einelti á í hlut er það jafnan gert í skjóli einhvers meints „húmors,“ en sennilega þó aðallega á grunni skorts á sjálfstrausti. Vonandi lærir gerandinn eitthvað af þessu og kemur út sem sterkari og betri einstaklingur síðar á lífsleiðinni. Það er þó ekki síðar aðdáunarvert að horfa upp á það þegar ungir og mjög svo efnilegir menn, einsog sá sem fyrir ofbeldinu varð, standa upp og lýsa yfir því að þeir láti ekki bjóða sér slíka framkomu, sama hver á í hlut. Það hefði nefnilega verið svo miklu auðveldara fyrir hann að gerast viðhlæjandi gerandans; það hefði leyst svo margt og einfaldað lífið. Það gerði hann ekki og hann stóð með sjálfum sér. Ég er því stoltur af viðbrögðum þess sem fyrir ofbeldinu varð; ég er stoltur af stjórnarmönnum ÍBV sem tóku þá ákvörðun um að láta gerandann fara; og ég er stoltur af félaginu mínu sem brást svona við. Það er ljóst að ég mun bera höfuðið hátt þegar ég mæti á völlinn í sumar, vongóður um sterkari liðsheild en ella hefði verið, hver svo sem framherji liðsins verður. Það er nefnilega ekki erfitt að styðja svona félag hvernig svo sem úrslitin eru; félag sem að minni hyggju hefur sett fordæmi fyrir önnur íþróttafélög; félag sem byggir á langtímahugsun varðandi orðstír. Svona eiga íþróttafélög nefnilega að vera.

Lúðvík Bergvinsson,
lögmaður, og fyrrverandi leikmaður ÍBV

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst