Eyjamenn létu veðrið ekki stoppa sig og héldu 17. júní hátíðlegan í dag. Meðfylgjandi eru eru nokkrar myndir frá skrúðgöngu og hátíðarhöldum á Stakkó. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði nokkur lög ásamt Stuðlunum. Klaudia Beata Wanecka flutti hátíðarræðu, börn af Víkinni, 5 ára deild, sungu nokkur lög, fjallkonan Sara Rún Markúsdóttir flutti hátíðarljóð og Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir flutti ávarp nýstúdents. Þá voru einnig afhent Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla í Einarsstofu. Þau hlutu:
Himingeimurinn
Helga Jóhanna Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Arnheiður Pálsdóttir, Thelma Hrund Kristjánsdóttir og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir bjuggu til mjög metnaðarfullt þemaverkefni þar sem nemendur 6. bekkjar unnu með plánetur, stjörnur og stjörnumerki, tunglið, geimferðir og geimverur. Við vinnu verkefnisins var m.a. komið inn á lestur, lesskilning, stærðfræði og upplýsingatækni, en verkefnunum var skilað rafrænt. Mikil ánægja var með verkefnið hjá nemendum og foreldrum.
Starf bókasafns Barnaskólans
Sæfinna Ásbjörnsdóttir er dugleg og áhugasöm um að aðstoða nemendur við að finna bækur við hæfi. Hún er með ákveðin þemu í hverjum mánuði sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda á lestri. Einnig er hún með fésbókarsíðu þar sem hún setur inn upplýsingar, m.a. um nýjar bækur. Þetta er allt liður í því að auka lestraránægju nemenda. Nemendur og kennarar tala um aukið úrval bóka sem og mikinn áhuga hjá Sæfinnu fyrir starfinu.
Fótbolti með 3. bekk
Erla Gísladóttir, stuðningsfulltrúi í 3. bekk, tók það í sínar hendur að búa til góða og jákvæða stemningu á gervigrasvellinum við Hamarsskóla í frímínútum. Henni tókst að fá nánast alla í árganginum til að sameinast í fótbolta, þar sem hún skipti í lið og var sjálf dómari. Verkefnið stóð í 5 vikur og í lokin var haldið lokahóf og verðlaunaafhending. Mikil ánægja og gleði var meðal nemenda með þetta verkefni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.