"Það er eðlilegt að okkur svíði"
7. júlí, 2021
Íris Róbertsdóttir

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”.

Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, Eldur og Brennisteinn, þeir Snæbjörn Brynjarsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata, og Heiðar Sumarliðason létu falla í garð Vestmannaeyinga. Í þættinum komu meðal annars fram ummælin: „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra [Eyjamanna] að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“ Þar var Herjólfsdalur einnig uppnefndur “nauðgaradalur”.

Mikil umræða braust út á frétta- og samfélagsmiðlum í kjölfarið. Helstu fjölmiðlar landsins fjölluðu meðal annars um skrif og gagnrýni Elliða sem hlaut mikla eftirtekt og lesningu. Meðal gagnrýnenda var einnig eyja- og íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sem nýtti samfélagsmiðilinn Twitter.

Eins og fyrr segir ritaði svo Íris Róbertsdóttir í framhaldinu færslu á Facebook síðu sinni. Þar segist hún meðal annars hafa haft samband við Vísi.is sem hýsti umræddan þátt á vefnum sínum. “Í þættinum „Eldur og Brennisteinn“ var farið yfir öll velsæmismörk gagnvart samfélagi okkar hér í Eyjum og það stimplað sem einhverskonar griðastaður fyrir kynferðisbrotamenn.” Segir hún og bætir við að athugasemdum sínum hafi verið vel tekið og bendir á að þátturinn sé nú ekki lengur aðgengilegur, en þátturinn var tekinn af vefsvæði Vísis í gær. Einnig hafa þáttastjórnendur beðist afsökunar.

Íris ritar svo: “Það er eðlilegt að okkur svíði þegar Þjóðhátíðin okkar og samfélagið allt verður fyrir illu, ósanngjörnu og jafnvel meinfýsnu umtali af þessu tagi. En við látum það ekki beygja okkur heldur styrkja. Tökum saman höndum, færum umræðuna á hærra plan, berjumst saman af öllu afli gegn ofbeldi og pössum uppá hvert annað!”

Seinnipartinn í gær birtu þáttastjórnendurnir færslu á Facebook undir nafni þáttarins, Eldur og Brennisteinn, þar sem þeir meðal annars tilkynna að þeir hafi ákveðið að nema staðar við þátt sinn. Þeir segjast einlæglega leiðir og vonsviknir með eigin framgöngu. Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum og heyrt þeirra upplifun vilji þeir með þessu reyna ítreka fyrri afsökunarbeiðni. “Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestmanneyja auðmjúklega afsökunar.” stendur í færslunni.

“Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmannaeyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.” Segja þeir að lokum.

Færsla Írisar Róbertsdóttur:

Færsla Elds og Brennisteins:

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst